Starfsfólk þarf ekki norður Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Stofnunin verður flutt hægar en ráð var fyrir gert í fyrstu. Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu upprunalegum áformum ráðherra harðlega. Vísir/VAlli Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira