Vill að dómaraefni svari spurningum í sjónvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. fréttablaðið/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“ Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“
Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira