Hvernig liti kvennaþingið út? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Ef litið er til síðustu kosninga og karlarnir fjarlægðir af framboðslistum þá liti kvennaþingið svona út. Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig. Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig.
Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira