Kosningaréttur kvenna í 100 ár Eygló Harðardóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Jafnréttismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun