Seðlabankastjóri varar við afskiptum pólitíkusa jón hákon halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Janet Yellen birti þingnefnd skýrslu sína í gær. Hún varar við afskiptum stjórnmálamanna af seðlabankanum. Nordicphotos/afp Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira