Stefna að byggingu nýs heilsuhótels í Hveragerði jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Áformað er að heilsuhótelið verði byggt á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins. vísir/pjetur Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira