Ekki meira rugl! Gunnar Axel Axelsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun