Viðskipti erlent

400 ríkustu töpuðu 25 billjónum í liðinni viku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dow Jones vísitalan féll um 1.000 stig í liðinni viku eða um 6,2 prósent. Þetta er versta byrjun á ári sem mælst hefur. Vísitalan féll um eitt prósent í gær eftir að hafa byrjað daginn á jákvæðum nótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram hjá Washington Journal.

Í liðinni viku töpuðust alls 1,36 billjónir dollara eða tæplega 1770 milljarðar íslenskra króna. Tapið má rekja til falls á kínverskum mörkuðum eftir að markaðir þar opnuðu á nýjan leik og til fallandi heimsmarkaðsverðs á olíu.

400 ríkustu menn heimsins töpuðu 194 milljörðum dollara eða rúmlega 25 billjónum íslenskra króna. Þar af töpuðu 47 einstaklingar meira en milljarði dollara. Sá sem tapaði mestu var Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com, en hann tapaði 5,9 milljörðum dollara þegar hlutabréf í fyrirtæki hans féllu um meira en tíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×