Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins Sæunn Gísladóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu. vísir/getty Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira