Michael Jordan áfram númer eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 14:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira