44,5 prósent meiri erlend kortavelta í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 14. janúar 2016 09:55 Svisslendingar eyða tæplega fimm sinnum meira en meðalferðamaður hér á landi. vísir/gva Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira