Fimm bestu Super Bowl auglýsingar allra tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2016 23:00 Þessi krúttlegi Darth Vader kom sterkur inn. Mynd/Skjáskot Nú styttist óðum í einn stærsta íþrótta- og sjónvarpsviðburð ársins þegar Carolina Panthers og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl. Super Bowl snýst þó ekki bara um viðureign bestu liðanna í NFL. Tónlistarmenn keppast um að fá að spila í hálfleik og fyrirtæki borga milljarða fyrir að fá að auglýsa í hléum. Margir bíða með óþreyju yfir því að sjá auglýsingarnar og sumar þeirra hafa orðið algjörlega ódauðlegar í annálum auglýsingaheimsins.Apple - 1984Þessi auglýsing olli straumhvörfum í auglýsingaheiminum. Fáheyrt var að svo mikið væri lagt í auglýsingu en hún var rándýr og í leikstjórn leikstjórans fræga Ridley Scott. Auglýsingin hermir eftir 1984 eftir George Orwell og er ansi merkileg fyrir þær sakir að í henni sést ekki einu sinni í eina einustu Apple-vöru. 1979 - Coca ColaCoca Cola leggur gjarnan töluverðan pening í Super Bowl auglýsingar en frægasta auglýsing þeirra er væntanlega sú sem birtist árið 1979. Sumir segja að hún sé sú besta sem nokkru sinni hafi verið framleidd en boðskapurinn er í það minnsta fallegur. 1993 - McDonaldsLarry Bird og Michael Jordan keppa um Big Mac í skotkeppni. Þarf að segja meira? Pepsi - 1996Pepsi og Coca Cola hafa í gegnum tíðina verið í harðri samkeppni og þar eru Super Bowl auglýsingar engin undantekning. Þessi Pepsi-auglýsing segir frá Coca Cola-sölumanni sem freistast til þess að prófa Pepsi með klikkuðum afleiðingum. 2011 - VolkswagenÁður en að Volswagen-skandallinn fór illa með Volkswagen vörumerkið vakti þessi auglýsing mikla athygli árið 2011 þegar afar krúttlegur lítill Darth Vader reynir að nota The Force til þess að hreyfa hluti. NFL Ofurskálin Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nú styttist óðum í einn stærsta íþrótta- og sjónvarpsviðburð ársins þegar Carolina Panthers og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl. Super Bowl snýst þó ekki bara um viðureign bestu liðanna í NFL. Tónlistarmenn keppast um að fá að spila í hálfleik og fyrirtæki borga milljarða fyrir að fá að auglýsa í hléum. Margir bíða með óþreyju yfir því að sjá auglýsingarnar og sumar þeirra hafa orðið algjörlega ódauðlegar í annálum auglýsingaheimsins.Apple - 1984Þessi auglýsing olli straumhvörfum í auglýsingaheiminum. Fáheyrt var að svo mikið væri lagt í auglýsingu en hún var rándýr og í leikstjórn leikstjórans fræga Ridley Scott. Auglýsingin hermir eftir 1984 eftir George Orwell og er ansi merkileg fyrir þær sakir að í henni sést ekki einu sinni í eina einustu Apple-vöru. 1979 - Coca ColaCoca Cola leggur gjarnan töluverðan pening í Super Bowl auglýsingar en frægasta auglýsing þeirra er væntanlega sú sem birtist árið 1979. Sumir segja að hún sé sú besta sem nokkru sinni hafi verið framleidd en boðskapurinn er í það minnsta fallegur. 1993 - McDonaldsLarry Bird og Michael Jordan keppa um Big Mac í skotkeppni. Þarf að segja meira? Pepsi - 1996Pepsi og Coca Cola hafa í gegnum tíðina verið í harðri samkeppni og þar eru Super Bowl auglýsingar engin undantekning. Þessi Pepsi-auglýsing segir frá Coca Cola-sölumanni sem freistast til þess að prófa Pepsi með klikkuðum afleiðingum. 2011 - VolkswagenÁður en að Volswagen-skandallinn fór illa með Volkswagen vörumerkið vakti þessi auglýsing mikla athygli árið 2011 þegar afar krúttlegur lítill Darth Vader reynir að nota The Force til þess að hreyfa hluti.
NFL Ofurskálin Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira