Gullæðið gæti senn verið á enda runnið Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:15 Verð á gulli hefur farið lækkandi það sem af er vikunnar eftir gríðarlega uppsveiflu í síðustu viku. Vísir/Getty Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira