Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira