Viðskipti erlent

Innkalla súkkulaði frá 55 löndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Sælgætisframleiðandinn Mars hefur innkallað Mars og Snickers-stykkja í 55 löndum. Ákvörðunin var tekin eftir að plast fannst í súkkulaðistykkjum fyrirtækisins sem framleidd eru í Hollandi. Fyrr í dag náði málið einungis til Þýskalands, en það virðist hafa undið verulega upp á sig.

Í tilkynningu frá Matvælaeftirliti Hollands segir að plastið geti leitt til köfnunar.

Fyrirtækið hefur einnig innkallað Milky Way Mini og ákveðnar gerðir af Celebrations-kössum. Þær vörur sem eru innkallaðar eru með „best fyrir“ dagsetningar 19. júní 2016 til 8. janúar 2017.

AP ræddi við talsmann Mars í Hollandi, sem gat ekki gefið upp frekari upplýsingar um hvaða lönd væri um að ræða, né magn. Hægt er að finna lista yfir löndin öll á heimasíðu Mars, en hún lá niðri þegar þetta var skrifað og hefur gert það í dag.

Uppfært 15:55:

Gunnar Grétar Gunnarsson, deildarstjóri innflutningsdeildar SS, sem flytur inn umrædd vörumerki til Íslands, segir að SS hafi ekki fengið upplýsingar um að innkönnunin nái til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×