Sport

Aníta hljóp ein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 800 metra hlaup kvenna. í dag.
Aníta átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 800 metra hlaup kvenna. í dag. vísir/stefán
Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp.

Aníta var skráð til leiks ásamt samherja sínum úr ÍR, Dagbjörtu Lilju Magnúsdóttir, en Dagbjört hljóp ekki.

Hin unga og efnilega Aníta kom í mark á 2:03,56 sem er nákvæmlega tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar innanhúss í 800 metra hlaupi.

Það setti hún í mars mánuði í fyrra þegar hún hljóp í Prag í Tékklandi, en þá hljóp hún á 2:01,56.

Fyrir sigurinn og tímann fékk Aníta 1122 IAAF-stig, en hún verður að öllum líkindum í eldlínunni með ÍR í 4x400 metra boðhlaupi kvenna sem hefst klukkan 15:30 í Laugardalshöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×