4chan stofnandi ráðinn til Google Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 13:09 Chris Poole, stofnandi hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, var á dögunum ráðinn til Google. Mynd/Getty Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira