Mikil tækifæri í ævintýraferðamennsku Sæunn Gísladóttir skrifar 2. mars 2016 14:00 Þörf er á aukinni fjárfestingu í ævintýraferðamennsku á Íslandi að mati Cote-Valiquette. vísir/Vilhelm „Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira