Stærsta málssóknin á hendur Volkswagen til þessa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 23:07 Hlutabréf í Volkswagen hafa hrunið í verði eftir að upp komst um svindlið. vísir/getty Hópur fjárfesta hefur höfðað skaðabótamál á hendur Volkswagen í kjölfar útblásturssvindlinsins sem komst í hámæli á haustmánuðum síðasta árs. Krafa mannanna hljóðar upp á 3,3 milljarða evra eða tæplega 470 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Stefna í málinu var lögð fram í dag og er byggir á þeim grundvelli að félaginu hafi láðst að láta vita af svindlinu í tíma. Svindlið fólst í að koma fyrir búnaði í bílunum sem hafði áhrif á útblástursmælingar. Þetta er langhæsta krafan sem lögð hefur verið fram í frumskógi af málum sem tengjast svindlinu. Minnst 65 mál höfðu verið höfðuð í síðustu viku. Auk þeirra bíður Volkswagen fjöldi mála í Bandaríkjunum og sakamálarannsóknir í mörgum löndum. 238 fjárfestar standa að baki málinu sem um ræðir og koma þeir frá löndum víðsvegar um heiminn. Má þar nefna Ástralíu, Kanada, Lúxemborg, Taívan, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum, Bretlandi og auðvitað Þýskalandi. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen sker niður 3.000 skrifstofustörf Nemur þó aðeins 7,5% skrifstofustarfa VW í vesturhluta Þýskalands. 14. mars 2016 13:47 Hluthafar í Volkswagen kæra stjórnendur Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna. 18. janúar 2016 15:36 Húsleitir hjá Volkswagen Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu. 8. október 2015 14:13 Yfirmaður Volkswagen kennir verkfræðingum fyrirtækisins um útblásturssvindlið Segir að stjórn bílaframleiðandans hafi ekki haft hugmynd um að Volkswagen-bílar væru útbúnir svindlhugbúnaði. 8. október 2015 21:41 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur höfðað skaðabótamál á hendur Volkswagen í kjölfar útblásturssvindlinsins sem komst í hámæli á haustmánuðum síðasta árs. Krafa mannanna hljóðar upp á 3,3 milljarða evra eða tæplega 470 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Stefna í málinu var lögð fram í dag og er byggir á þeim grundvelli að félaginu hafi láðst að láta vita af svindlinu í tíma. Svindlið fólst í að koma fyrir búnaði í bílunum sem hafði áhrif á útblástursmælingar. Þetta er langhæsta krafan sem lögð hefur verið fram í frumskógi af málum sem tengjast svindlinu. Minnst 65 mál höfðu verið höfðuð í síðustu viku. Auk þeirra bíður Volkswagen fjöldi mála í Bandaríkjunum og sakamálarannsóknir í mörgum löndum. 238 fjárfestar standa að baki málinu sem um ræðir og koma þeir frá löndum víðsvegar um heiminn. Má þar nefna Ástralíu, Kanada, Lúxemborg, Taívan, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum, Bretlandi og auðvitað Þýskalandi.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen sker niður 3.000 skrifstofustörf Nemur þó aðeins 7,5% skrifstofustarfa VW í vesturhluta Þýskalands. 14. mars 2016 13:47 Hluthafar í Volkswagen kæra stjórnendur Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna. 18. janúar 2016 15:36 Húsleitir hjá Volkswagen Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu. 8. október 2015 14:13 Yfirmaður Volkswagen kennir verkfræðingum fyrirtækisins um útblásturssvindlið Segir að stjórn bílaframleiðandans hafi ekki haft hugmynd um að Volkswagen-bílar væru útbúnir svindlhugbúnaði. 8. október 2015 21:41 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Volkswagen sker niður 3.000 skrifstofustörf Nemur þó aðeins 7,5% skrifstofustarfa VW í vesturhluta Þýskalands. 14. mars 2016 13:47
Hluthafar í Volkswagen kæra stjórnendur Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna. 18. janúar 2016 15:36
Húsleitir hjá Volkswagen Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu. 8. október 2015 14:13
Yfirmaður Volkswagen kennir verkfræðingum fyrirtækisins um útblásturssvindlið Segir að stjórn bílaframleiðandans hafi ekki haft hugmynd um að Volkswagen-bílar væru útbúnir svindlhugbúnaði. 8. október 2015 21:41