Kobe Bryant heitir því að spila alla leikina sem eru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2016 22:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira