Viðskipti erlent

Pundið gæti veikst vegna kosninga um ESB

Sæunn Gísladóttir skrifar
Englandsbanki tilkynnti í dag að áhætta vegna yfirvofandi kosninga í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu gæti hækkað lánakostnað og gert pundið veikara gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Bankinn varar við að efnahagslegur stöðugleiki hafi versnað síðan í nóvember og bætir við að áhætta í fjárfestingum innanlands hafi aukist vegna áhættu í kringum óstöðugleika vegna ESB kosninganna.

Kosið verður um áframhaldandi viðveru Breta í Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi.


Tengdar fréttir

Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur stór hluti kjósenda í Frakklandi, Svíþjóð og Spáni áhuga á að boða til kosninga um áframhaldandi aðild að ESB. Stjórnmálafræðingur telur að ef Bretar gangi út verði staða Skota flókin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×