Viðskipti erlent

Microsoft missti stjórn á Twitter-botta

Samúel Karl Ólason skrifar
Twittersíða Tay.
Twittersíða Tay.
Tæknirisinn Microsoft hefur eytt bróðurhlutanum af tístum frá nýjum Twitter-botta sem fyrirtækið setti í gang í gær. Gervigreindin Tay var hönnuð til að læra af samskiptum sínum á Twitter og haga sér eins og táningsstúlka. Hún var farin að ausa út rasískum og öðrum óviðeigandi ummælum.

Meðal annars sagði hún að Barack Obama væri api og að Adolf Hitler gæti staðið sig betur sem forseti Bandaríkjanna.

Fyrirtækið segist nú ætla að gera breytingar á Tay.

Samkvæmt Sky News er Tay hönnuð til að tjá sig með því að svara með texta, giska á hvað emoji-karlar þýða og bregðast við myndum.

Síðasta tístið frá Tay var um að hún þyrfti að fara að sofa. Tístið má sjá hér að neðan, en Twittersíðu Tay má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×