Viðskipti erlent

Santander segir upp 1.200 starfsmönnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ana Botin er stjórnarformaður Santander.
Ana Botin er stjórnarformaður Santander. Vísir/EPA
Spænski bankinn Santander tilkynnti í dag um uppsögn allt að 1.200 starfsmanna á Spáni. Bankinn er sá stærsti innan evrusvæðisins og starfa 25 þúsund manns hjá bankanum á Spáni.

Meirihluti uppsagnanna felur í sér að einhverjir starfsmenn fari snemma á eftirlaun og að aðrir segi upp sjálfviljugir samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu UGT. Citizen greinir frá þessu. 

Í síðustu viku tilkynnti bankinn um lokun 450 útibúa en verið er að reyna að beina viðskiptavinum í auknum mæli í netbanka. Santander hagnaðist um 5,97 milljarða evra í fyrra, þrjú prósent meira en árið áður. 


Tengdar fréttir

Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári

Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um fjölda uppsagna á síðastliðnu ári. Síðast var tilkynnt að leggja ætti niður þúsund stöðugildi hjá RBS á komandi misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×