Zuckerberg geri allt rétt Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2016 10:45 Mark Zuckerberg, stofnandi og forseti Facebook. Mynd/Facebook Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira