Nowitzki ætlar ekki að leggja skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira