Framtíð útflutningsþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun