Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs segir af sér vegna eignarhalds á félögum í Panama-skjölunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 15:32 Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur sagt af sér vegna þess að nafn hans kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans á vef lífeyrissjóðsins í dag. Hann segist leiður yfir málinu og biður fjölskyldu sína, vini, samstarfsfólk og kollega afsökunar á þeim óþægindum sem umræða um mál hans mun eflaust hafa í för með sér fyrir þau. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. „Fyrir skömmu fékk ég upphringingu frá Kastljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svokölluðu Panamaskjölum og tengist þar tveimur félögum. Annars vegar er félag sem stofnað er í Lúxemborg árið 1999 af Kaupþingi,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er annar maður sem sagt hefur af sér vegna þess að nafn hans tengist félagi í Panama-skjölunum.Vísir/Anton„Þar gaf ég starfsmönnum Kaupþings fullt og óskorað umboð til að eiga viðskipti fyrir hönd félagsins. Eftir því sem mér er tjáð virðist félagið hafa starfað í 3 ár en þá hafi því verið lokað. Sennilega hafa fjárfestingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um viðskipti þessa félags. Kastljós hefur einhver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim. Þótt erfitt sé að fullyrða um atburði sem áttu sér stað fyrir 16-17 árum tel ég samt nokkuð víst að ég lagði aldrei neina fjármuni í þetta félag og fékk enga fjármuni greidda frá því. Hitt félagið var stofnað af MP banka fyrir mína hönd árið 2004. Ég sé í gögnum að ég mun hafa greitt 305.200 kr. fyrir stofnun þess félags. Félagið var aldrei notað. Það var talið fram á framtölum á verðmæti stofnkostnaðar og afskrifað þremur árum síðar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinning af þessum félögum og þau tengjast engum skattaundanskotum,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs. „Eflaust bar mér að tilkynna um tilvist þessara félaga til minna yfirmanna. Um er að ræða löngu liðna atburði, sem erfitt er að fullyrða um, en ég tel þó víst að svo hafi ekki verið gert. Því má segja að ég hafi að því leyti ekki uppfyllt starfskyldur mínar. Ítarlegar reglur eru nú um hagsmunaskráningu og vel fylgst með að eftir þeim sé farið. Því var ekki til að dreifa fyrir 12-17 árum síðan.“Ekki stoltur af því að tengjast félögunum í skjölunum Kári telur ekki boðlegt að maður í sinni stöðu, það er að segja forstöðumaður aðila sem er í forsvari fyrir sjóð sem geymir lífeyrissparnað fyrir almenning, hafi tengst félögum sem nefnd eru í Panama-skjölunum. Hann segir þó eflaust mega deila um hversu alvarleg brot hans teljist. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um liðið, hvort þetta var löglegt eða ólöglegt eða hvort viðkomandi hafi hagnast á slíkum viðskiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda tengist vinnuveitandi minn ekki á neinn hátt þessum málum.“ Hann er ekki stoltur af því að hafa tekið þátt í ofangreindum viðskiptum. „Það voru mörg gylliboð í gangi hér á Íslandi á áratugnum fyrir bankahrunið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum tilfellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boðum. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörðum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00 Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur sagt af sér vegna þess að nafn hans kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans á vef lífeyrissjóðsins í dag. Hann segist leiður yfir málinu og biður fjölskyldu sína, vini, samstarfsfólk og kollega afsökunar á þeim óþægindum sem umræða um mál hans mun eflaust hafa í för með sér fyrir þau. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. „Fyrir skömmu fékk ég upphringingu frá Kastljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svokölluðu Panamaskjölum og tengist þar tveimur félögum. Annars vegar er félag sem stofnað er í Lúxemborg árið 1999 af Kaupþingi,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er annar maður sem sagt hefur af sér vegna þess að nafn hans tengist félagi í Panama-skjölunum.Vísir/Anton„Þar gaf ég starfsmönnum Kaupþings fullt og óskorað umboð til að eiga viðskipti fyrir hönd félagsins. Eftir því sem mér er tjáð virðist félagið hafa starfað í 3 ár en þá hafi því verið lokað. Sennilega hafa fjárfestingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um viðskipti þessa félags. Kastljós hefur einhver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim. Þótt erfitt sé að fullyrða um atburði sem áttu sér stað fyrir 16-17 árum tel ég samt nokkuð víst að ég lagði aldrei neina fjármuni í þetta félag og fékk enga fjármuni greidda frá því. Hitt félagið var stofnað af MP banka fyrir mína hönd árið 2004. Ég sé í gögnum að ég mun hafa greitt 305.200 kr. fyrir stofnun þess félags. Félagið var aldrei notað. Það var talið fram á framtölum á verðmæti stofnkostnaðar og afskrifað þremur árum síðar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinning af þessum félögum og þau tengjast engum skattaundanskotum,“ segir í yfirlýsingu Kára Arnórs. „Eflaust bar mér að tilkynna um tilvist þessara félaga til minna yfirmanna. Um er að ræða löngu liðna atburði, sem erfitt er að fullyrða um, en ég tel þó víst að svo hafi ekki verið gert. Því má segja að ég hafi að því leyti ekki uppfyllt starfskyldur mínar. Ítarlegar reglur eru nú um hagsmunaskráningu og vel fylgst með að eftir þeim sé farið. Því var ekki til að dreifa fyrir 12-17 árum síðan.“Ekki stoltur af því að tengjast félögunum í skjölunum Kári telur ekki boðlegt að maður í sinni stöðu, það er að segja forstöðumaður aðila sem er í forsvari fyrir sjóð sem geymir lífeyrissparnað fyrir almenning, hafi tengst félögum sem nefnd eru í Panama-skjölunum. Hann segir þó eflaust mega deila um hversu alvarleg brot hans teljist. „Skiptir þá engu máli þótt langt sé um liðið, hvort þetta var löglegt eða ólöglegt eða hvort viðkomandi hafi hagnast á slíkum viðskiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda tengist vinnuveitandi minn ekki á neinn hátt þessum málum.“ Hann er ekki stoltur af því að hafa tekið þátt í ofangreindum viðskiptum. „Það voru mörg gylliboð í gangi hér á Íslandi á áratugnum fyrir bankahrunið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum tilfellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boðum. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörðum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00 Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala "Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. 23. apríl 2016 07:00
Umfangsmikil viðskipti frá Panama Ingibjörg Pálmadóttir aðaleigandi 365 miðla á félag skráð á Panama sem meðal annars borgaði niður skuld Fjárfestingafélagsins Gaums við slitabú Glitnis. Birtar voru nýjar upplýsingar úr Panamaskjölunum i gær. Félagið var stofnað a 22. apríl 2016 05:00
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00