Segir viðbrögð markaðarins öfgafull Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2016 14:57 Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti. Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti.
Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09
Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45