Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: „Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2016 00:08 Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar.
Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira