Mikilvægt hlutverk dagforeldra Skúli Helgason skrifar 31. maí 2016 07:00 Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skúli Helgason Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun