Þrjár trilljónir Bandaríkjadala þurrkuðust út af alþjóðamörkuðum á föstudag og mánudag eftir ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. Um er að ræða eitt stærsta tap sögunnar á tveggja daga tímabili, að því greint er frá á vef CNN.
Þetta mikla hrun skýrist meðal annars af því að gengi hlutabréfa var nokkuð hátt, og er nú að leita jafnvægis, en hlutabréfavísitölur lækkuðu enn frekar í dag eða um tvö prósentustig á evrópskum mörkuðum.
Þá er ástæða tapsins mikil óvissa sem ríkir nú vegna útgöngu Breta úr ESB, sem fjárfestar höfðu ekki gert ráð fyrir. Er því búist við áframhaldandi flökti á mörkuðum á meðan þessi óvissa ríkir en ekki liggur fyrir hvenær Bretar ganga til viðræðna við sambandið.
Sögulegt tap á mörkuðum vegna Brexit
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent


Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent


Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent