Rukka meira í Bláa lónið á álagstímum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júní 2016 09:00 Stakur miði kostar frá 7.100 kr upp í 8.500 krónur. Þá eru dýrari pakkar í boði. vísir/bláa lónið Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira