Aníta fór mjög geyst af stað í hlaupinu en fyrri hringurinn var mjög hraður. Aníta valdi að hlaupa utarlega og skorti þrek í endasprettinn þar sem hún gaf verulega eftir.
Aníta var rúmum 2 sekúndum frá Íslandsmeti sínu en þetta var í fyrsta sinn sem hún hljóp til úrslita á stórmóti utanhúss. Íslandsmet Anítu hefði dugað í fjórða sæti.
Nataliya Pryshchepa frá Úkraínu vann gullið á 1:59:70. Renelle Lamote frá Frakklandi varð önnur og Lovisa Lindh frá Svíþjóð þriðja.
Bein lýsing: