Lengsta kast Íslendings á stórmóti frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 11:51 Frá vinstri Vésteinn Hafsteinsson, Daniel Stahl, Guðni Valur Guðnason og Pétur Guðmundsson. Mynd/Fésbókarsíða FRÍ ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti í gær þegar hann kastaði kringlunni 61,20 metra. Guðni Valur náði sínum besta kasti í þriðju og síðustu tilraun (61,20 metrar) en hann hafði kastað 58,18 metra og 57,91 metra í fyrstu tveimur köstum sínum. Lokakastið var ekki aðeins lengsta kast Guðna á þessu EM heldur var það einnig lengsta kast hans á árinu. Hann hafði lengst kastað 60,72 metra en persónulega met hans er kast upp á 63,50 metra. Guðni Valur náði ekki að tryggja sér sæti í tólf manna úrslitunum og endaði í 22.sæti í forkeppninni. Þessi frumraun gefur aftur á móti góð fyrirheit um framhaldið enda er Guðni Valur enn bara tvítugur. Við nánari athugum komst Frjálsíþróttasamband Íslands einnig að því að þetta kast Guðna hafi í raun verið sögulegt. „Eftir nánari skoðun kemur í ljós að þetta er lengsta kast Íslendings á stórmóti frá upphafi. Vésteinn Hafsteinsson, Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson náðu aldrei svo löngum köstum á HM, ÓL, eða EM," segir á fésbókarsíðu sambandsins. Vésteinn Hafsteinsson á Íslandsmetið sem er kast upp á 67,64 metra frá árinu 1989 eða sex árum áður en Guðni Valur fæddist. Erlendur Valdimarsson er sá Íslendingur sem hefur kastað næstlengst (64,32 metra) en Guðni Valur komst upp fyrir Óskar Jakobsson og í þriðja sætið á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti í gær þegar hann kastaði kringlunni 61,20 metra. Guðni Valur náði sínum besta kasti í þriðju og síðustu tilraun (61,20 metrar) en hann hafði kastað 58,18 metra og 57,91 metra í fyrstu tveimur köstum sínum. Lokakastið var ekki aðeins lengsta kast Guðna á þessu EM heldur var það einnig lengsta kast hans á árinu. Hann hafði lengst kastað 60,72 metra en persónulega met hans er kast upp á 63,50 metra. Guðni Valur náði ekki að tryggja sér sæti í tólf manna úrslitunum og endaði í 22.sæti í forkeppninni. Þessi frumraun gefur aftur á móti góð fyrirheit um framhaldið enda er Guðni Valur enn bara tvítugur. Við nánari athugum komst Frjálsíþróttasamband Íslands einnig að því að þetta kast Guðna hafi í raun verið sögulegt. „Eftir nánari skoðun kemur í ljós að þetta er lengsta kast Íslendings á stórmóti frá upphafi. Vésteinn Hafsteinsson, Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson náðu aldrei svo löngum köstum á HM, ÓL, eða EM," segir á fésbókarsíðu sambandsins. Vésteinn Hafsteinsson á Íslandsmetið sem er kast upp á 67,64 metra frá árinu 1989 eða sex árum áður en Guðni Valur fæddist. Erlendur Valdimarsson er sá Íslendingur sem hefur kastað næstlengst (64,32 metra) en Guðni Valur komst upp fyrir Óskar Jakobsson og í þriðja sætið á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira