Aníta endaði í 4. sæti í sínum riðli í undanúrslitum en hún kom í mark á 2:01,41 mínútu.
Tvær efstu í riðlunum þremur komust áfram sem og þær sem voru með tvo bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var önnur þeirra.
Riðilinn hennar Anítu var sá langsterkasti í undanúrslitunum en þær sem náðu fjórum bestu tímunum voru allar í þeim riðli.
Renelle Lamote frá Frakklandi var með besta tímann, 1:59,87, en hún var sú eina sem hljóp á undir tveimur mínútum.
Aníta var einnig með fjórða besta tímann í undanrásunum í gær en þá hljóp hún á 2:02,44 mínútum. Lamote var sömuleiðis með besta tímann þar, 2:01,60.
Úrslitahlaupið fer fram klukkan 19:40 á laugardaginn.
