Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og verðandi forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP „Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
„Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira