Of vinsælir ferðamannastaðir: Takmarka eða banna ferðamenn Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júlí 2016 11:35 Yfirvöld á Cinque Terre á Ítalíu hafa ákveðið að takmarka ferðamannafjöldann við 1,5 milljónir á ári. Mynd/Heimsferðir Ný könnun MMR sýnir að færri Íslendingar séu jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum en áður. Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa látið stöðugan ferðastraum fara í taugarnar á sér. Eftirfarandi lönd hafa farið í aðgerðir til að banna eða að minnsta kosti takmarka mjög aðgang ferðamanna.Komið nóg af ferðamönnumYfirvöld í Cinque Terre, fimm litlum og fallegum sjávarþorpum á norðvesturströnd Ítalíu, hafa ákveðið að takmarka fjölda ferðamanna við 1,5 milljónir á ári. Í fyrra komu þangað 2,5 milljónir ferðamanna og eru íbúar og yfirvöld komin með alveg nóg af þróuninni, og óttast að svæðið þoli ekki allan þennan fjölda. Aukin umferð skemmtiferðaskipa á svæðinu hefur meðal annars valdið því að komið sé að þolmörkum. Koh Tachai er í Similan þjóðgarði.Mynd/Wikimedia CommonsTælenskri eyju lokaðFrá og með 15. október næstkomandi munu ferðamenn ekki hljóta aðgang að Koh Tachai, tælenskri eyju við suðurströnd landsins. Ástaðan er of margir ferðamenn. Markmiðið með þessu er að veita eyjunni, sem tilheyrir Similan þjóðgarði, tíma til að jafna sig án þess að ferðamenn séu á vappinu. Thon Thamrongnawasawat, sagði í samtali við Bangkok Post að strendur á eyjunni gætu þjónað sjötíu manns en oft væru um þúsund ferðamenn á ströndinni. Hann telur að ef ekki af lokuninni verður muni náttúruperlan Koh Tachai eyðileggjast.Búist er við yfir 13,5 milljónum ferðamanna á Baleareyjarnar í ár.NORDICPHOTOS/GETTYEkki til vatn og orka fyrir alla ferðamenninaÍ maí greindi The Guardian frá því að forsvarsmenn ferðaþjónustu á spænsku Baleareyjunum í Miðjarðarhafi, meðal annars Majorka og Ibiza væru að íhuga að banna ferðamönnum að koma á bílum á eyjarnar. Eyjarnar sem eru með 1,1 milljón íbúa eiga von á 13,5 milljón ferðamönnum á árinu. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónusta hafa bannað fólki að koma á bílum til ítölsku eyjunnar Capri og vilja Spánverjar fylgja þessu eftir. Á háannatíma eru allt að 20 þúsund bílar á Formentera eyjunni, sem er einungis 19 kílómetra löng. Umferðaröngþveiti er ekki eina vandamálið sem Baleareyjarnar standa frammi fyrir. Eyjurnar eru á barmi þess að eiga ekki nóg vatn og orku til að mæta ferðamannastraumnum. Menorca getur einungis tekið á móti 200 þúsund ferðamönnum á dag, auk 86 þúsund íbúa sinna, og hefur farið yfir þessa tölu nokkrum sinnum á síðastliðnu ári. Líkt og á Cinque Terre eru skemmtiferðaskip að auka álagið á eyjarnar. Tuttugu og tvö þúsund manns komu í síðustu viku til Palma, höfuðborg Majorka, með skemmtiferðaskipum daglega. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný könnun MMR sýnir að færri Íslendingar séu jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum en áður. Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa látið stöðugan ferðastraum fara í taugarnar á sér. Eftirfarandi lönd hafa farið í aðgerðir til að banna eða að minnsta kosti takmarka mjög aðgang ferðamanna.Komið nóg af ferðamönnumYfirvöld í Cinque Terre, fimm litlum og fallegum sjávarþorpum á norðvesturströnd Ítalíu, hafa ákveðið að takmarka fjölda ferðamanna við 1,5 milljónir á ári. Í fyrra komu þangað 2,5 milljónir ferðamanna og eru íbúar og yfirvöld komin með alveg nóg af þróuninni, og óttast að svæðið þoli ekki allan þennan fjölda. Aukin umferð skemmtiferðaskipa á svæðinu hefur meðal annars valdið því að komið sé að þolmörkum. Koh Tachai er í Similan þjóðgarði.Mynd/Wikimedia CommonsTælenskri eyju lokaðFrá og með 15. október næstkomandi munu ferðamenn ekki hljóta aðgang að Koh Tachai, tælenskri eyju við suðurströnd landsins. Ástaðan er of margir ferðamenn. Markmiðið með þessu er að veita eyjunni, sem tilheyrir Similan þjóðgarði, tíma til að jafna sig án þess að ferðamenn séu á vappinu. Thon Thamrongnawasawat, sagði í samtali við Bangkok Post að strendur á eyjunni gætu þjónað sjötíu manns en oft væru um þúsund ferðamenn á ströndinni. Hann telur að ef ekki af lokuninni verður muni náttúruperlan Koh Tachai eyðileggjast.Búist er við yfir 13,5 milljónum ferðamanna á Baleareyjarnar í ár.NORDICPHOTOS/GETTYEkki til vatn og orka fyrir alla ferðamenninaÍ maí greindi The Guardian frá því að forsvarsmenn ferðaþjónustu á spænsku Baleareyjunum í Miðjarðarhafi, meðal annars Majorka og Ibiza væru að íhuga að banna ferðamönnum að koma á bílum á eyjarnar. Eyjarnar sem eru með 1,1 milljón íbúa eiga von á 13,5 milljón ferðamönnum á árinu. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónusta hafa bannað fólki að koma á bílum til ítölsku eyjunnar Capri og vilja Spánverjar fylgja þessu eftir. Á háannatíma eru allt að 20 þúsund bílar á Formentera eyjunni, sem er einungis 19 kílómetra löng. Umferðaröngþveiti er ekki eina vandamálið sem Baleareyjarnar standa frammi fyrir. Eyjurnar eru á barmi þess að eiga ekki nóg vatn og orku til að mæta ferðamannastraumnum. Menorca getur einungis tekið á móti 200 þúsund ferðamönnum á dag, auk 86 þúsund íbúa sinna, og hefur farið yfir þessa tölu nokkrum sinnum á síðastliðnu ári. Líkt og á Cinque Terre eru skemmtiferðaskip að auka álagið á eyjarnar. Tuttugu og tvö þúsund manns komu í síðustu viku til Palma, höfuðborg Majorka, með skemmtiferðaskipum daglega.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira