Barnastjarnan orðin fullorðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir með uppskeru helgarinnar á Akureyri þar sem hún hlaut fimm gull og vann mesta afrekið. vísir/hanna „Þetta gekk vonum framar um helgina,“ segir Arna Stefanía Guðmundsdóttir, hlaupadrottning úr FH, við Fréttablaðið um súperhelgi hennar á Akureyri þar sem 90. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram. Arna var ótvíræður sigurvegari mótsins en hún vann fimm gullverðlaun – þrjú í einstaklingsgreinum og tvenn í boðhlaupi – og átti tvö mestu afrek mótsins og fjögur af fimm mestu. „Strákarnir sem ég ferðaðist með norður stríddu mér þegar ég talaði um að það væri fínt að vinna þrenn gullverðlaun. Ég fílaði mig ógeðslega vel í 100 metra grindahlaupinu en það var erfiðast að vinna Hrafnhild Eiri í 200 metra hlaupinu. Hún er rosalega góður hlaupari og ég hef aldrei unnið hana áður,“ segir Arna sem vann 100 metra grind og 200 og 400 metra hlaupin. Arna keppti ekki í sinni langsterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, en þar hefði hún nær örugglega siglt sjötta gullinu heim. „Ég sleppti 400 grind því ég ákvað að reyna að sækja sigurinn í 200 metra hlaupinu. Það var of stutt á milli 400 grindar og 200 þannig âð ég lét það vera að þessu sinni. En í heildina var þetta fínasta helgi þar sem ég bætti mig í öllu,“ segir Arna Stefanía.Arna Stefanía á heimavellinum í Kaplakrika.vísir/hannaKomst í gegnum mikla lægð Arna verður tvítug á árinu en undanfarin tvö ár hefur hún verið að gera sig meira og meira gildandi í umtali um besta frjálsíþróttafólk á Íslandi. Hún pakkaði Meistaramótinu í fyrra saman eins og hún gerði í ár og keppti í fyrsta sinn á EM fullorðinna í byrjun júlí þar sem hún komst í undanúrslit og hafnaði að lokum í 18. sæti. Þar hljóp hún 400 grind á 57,14 sem er hennar besti tími. „Það var svo geðveikt að hlaupa svona vel á EM. Það hafði næstum enginn trú á að ég kæmist áfram en markmiðið mitt var alltaf að fá tvö hlaup. Það sögðu mér flestir að vera bara sátt við að komast á EM en ég og þjálfarinn minn höfðum trú á mér og ég fékk tvö hlaup,“ segir Arna. Fimm ár eru síðan 15 ára gömul Arna Stefanía skaust fram á sjónarsviðið með sigrum á hinni mögnuðu Akureyrarmær Hafdísi Sigurðardóttur í 60, 200 og 400 metra hlaupi. Hún varð eins konar barnastjarna en lítið gerðist svo næstu tvö árin. „Ég lenti í alveg brjálæðislegri lægð. Þetta getur verið svo erfitt fyrir ungar stelpur sérstaklega. Það kemur aukin pressa og maður setur meiri pressu á sjálfan sig sem er erfitt að fylgja eftir. Fyrir tveimur árum fór ég aðeins að koma til baka og svo var þetta enn betra í fyrra. Í vetur fann ég svo bara að sjálfstraustið var í botni og mér leið ógeðslega vel. Mér fannst ég bara vera best þegar ég mætti í rásblokkirnar,“ segir Arna Stefanía sem viðurkennir að þessi lægð hafi verið henni erfið. „Það var bara ömurlegur tími,“ segir hún hreinskilin og ákveðin. „Eins gaman og það er að stunda frjálsíþróttir þegar vel gengur þá er ömurlegt þegar það gengur illa. Maður mætir í blokkirnar og veit bara að maður er ekki að fara að bæta sig. Maður hugsar næstum að það sé betra að þjófstarta því það er þó skárra en að hlaupa og bæta sig ekki.“Arna Stefanía hefur átt gott ár.vísir/hannaÍslandsmetið verður erfitt Þessir döpru dagar eru svo sannarlega liðnir hjá Örnu Stefaníu. Hún hefur ekkert verið nema brosið eitt undanfarin tvö ár enda hefur hún bætt sig mikið í öllum greinum, sópað að sér verðlaunum og keppt á stórmótum ytra. Barnastjarnan er orðin fullorðin og svo sannarlega í hópi besta frjálsíþróttafólks landsins. „Í dag mæti ég í blokkina og veit að ég get bætt mig. Sú tilfinning er æðisleg því ég þrífst á því að hlaupa og keppa. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Arna Stefanía. Breiðholtsmærin stefnir á HM fullorðinna á næsta ári og EM 23 ára og yngri þar sem hún ætlar sér stóra hluti. Ólympíuleikarnir í Tókýó eftir fjögur ár eru á teikniborðinu sem og Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 400 metra grindahlaupi. Það gæti reynst mesta áskorunin því met Guðrúnar, sem er 54,37 sekúndur sett í London árið 2000, hefði dugað til Evrópumeistaratitils í Amsterdam á dögunum og til fimmta sætis á HM í fyrra. Örnu vantar 2,77 sekúndur enn þá. „Guðrún væri í topp fimm á öllum stórmótum í dag. En ef hún gat gert þetta, þá get ég það. Það er allt hægt í þessu og maður toppar oft á svipuðum aldri og hún setti metið á. Ég er að hlaupa hraðar en hún gerði á mínum aldri þannig að það er alveg pottþétt möguleiki fyrir mig að taka þetta met. Það þarf ekki mikið hjá mér svo ég komist í næsta klassa. Ég er kannski í B-klassa núna en það er ekki langt í A,“ segir Arna.Arna Stefanía leggur mikið á sig til að ná góðum árangri.vísir/antonEkkert djamm – bara svefn Arna Stefanía hefur algjörlega helgað sig frjálsum. Hluti af því að verða þetta góð og ætla sér að verða betri er strangara mataræði og nægur svefn. Þetta allt tók hún í gegn til að komast í gegnum lægðina og verða ein sú besta. Einkalífið situr líka á hakanum. „Maður hefur ekki tíma í margt annað. Það er alveg fullt af fólki sem finnst maður vera klikkaður. Oft hef ég sleppt því að fara með vinkonunum í bæinn því ég þarf að fara heim að sofa til að vera úthvíld fyrir æfingu. Fólk skilur þetta betur þegar maður nær svona árangri og samgleðjast líka allir,“ segir Arna Stefanía sem er í sambandi með handboltastráknum Alexander Júlíussyni, leikmanni Vals. Hún segir að það myndi varla ganga upp að vera ekki með afreksmanni í íþróttum eins og líf hennar er í dag. „Ég held það myndi ekki ganga. Við sjáumst bara í svona tvo tíma á kvöldin áður en við förum að sofa, eftir skóla, vinnu og æfingar. Við erum bæði að æfa til átta eða níu á kvöldin en við erum orðin vön þessu og skiljum hvað hvort annað er að gera,“ segir Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar um helgina,“ segir Arna Stefanía Guðmundsdóttir, hlaupadrottning úr FH, við Fréttablaðið um súperhelgi hennar á Akureyri þar sem 90. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram. Arna var ótvíræður sigurvegari mótsins en hún vann fimm gullverðlaun – þrjú í einstaklingsgreinum og tvenn í boðhlaupi – og átti tvö mestu afrek mótsins og fjögur af fimm mestu. „Strákarnir sem ég ferðaðist með norður stríddu mér þegar ég talaði um að það væri fínt að vinna þrenn gullverðlaun. Ég fílaði mig ógeðslega vel í 100 metra grindahlaupinu en það var erfiðast að vinna Hrafnhild Eiri í 200 metra hlaupinu. Hún er rosalega góður hlaupari og ég hef aldrei unnið hana áður,“ segir Arna sem vann 100 metra grind og 200 og 400 metra hlaupin. Arna keppti ekki í sinni langsterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, en þar hefði hún nær örugglega siglt sjötta gullinu heim. „Ég sleppti 400 grind því ég ákvað að reyna að sækja sigurinn í 200 metra hlaupinu. Það var of stutt á milli 400 grindar og 200 þannig âð ég lét það vera að þessu sinni. En í heildina var þetta fínasta helgi þar sem ég bætti mig í öllu,“ segir Arna Stefanía.Arna Stefanía á heimavellinum í Kaplakrika.vísir/hannaKomst í gegnum mikla lægð Arna verður tvítug á árinu en undanfarin tvö ár hefur hún verið að gera sig meira og meira gildandi í umtali um besta frjálsíþróttafólk á Íslandi. Hún pakkaði Meistaramótinu í fyrra saman eins og hún gerði í ár og keppti í fyrsta sinn á EM fullorðinna í byrjun júlí þar sem hún komst í undanúrslit og hafnaði að lokum í 18. sæti. Þar hljóp hún 400 grind á 57,14 sem er hennar besti tími. „Það var svo geðveikt að hlaupa svona vel á EM. Það hafði næstum enginn trú á að ég kæmist áfram en markmiðið mitt var alltaf að fá tvö hlaup. Það sögðu mér flestir að vera bara sátt við að komast á EM en ég og þjálfarinn minn höfðum trú á mér og ég fékk tvö hlaup,“ segir Arna. Fimm ár eru síðan 15 ára gömul Arna Stefanía skaust fram á sjónarsviðið með sigrum á hinni mögnuðu Akureyrarmær Hafdísi Sigurðardóttur í 60, 200 og 400 metra hlaupi. Hún varð eins konar barnastjarna en lítið gerðist svo næstu tvö árin. „Ég lenti í alveg brjálæðislegri lægð. Þetta getur verið svo erfitt fyrir ungar stelpur sérstaklega. Það kemur aukin pressa og maður setur meiri pressu á sjálfan sig sem er erfitt að fylgja eftir. Fyrir tveimur árum fór ég aðeins að koma til baka og svo var þetta enn betra í fyrra. Í vetur fann ég svo bara að sjálfstraustið var í botni og mér leið ógeðslega vel. Mér fannst ég bara vera best þegar ég mætti í rásblokkirnar,“ segir Arna Stefanía sem viðurkennir að þessi lægð hafi verið henni erfið. „Það var bara ömurlegur tími,“ segir hún hreinskilin og ákveðin. „Eins gaman og það er að stunda frjálsíþróttir þegar vel gengur þá er ömurlegt þegar það gengur illa. Maður mætir í blokkirnar og veit bara að maður er ekki að fara að bæta sig. Maður hugsar næstum að það sé betra að þjófstarta því það er þó skárra en að hlaupa og bæta sig ekki.“Arna Stefanía hefur átt gott ár.vísir/hannaÍslandsmetið verður erfitt Þessir döpru dagar eru svo sannarlega liðnir hjá Örnu Stefaníu. Hún hefur ekkert verið nema brosið eitt undanfarin tvö ár enda hefur hún bætt sig mikið í öllum greinum, sópað að sér verðlaunum og keppt á stórmótum ytra. Barnastjarnan er orðin fullorðin og svo sannarlega í hópi besta frjálsíþróttafólks landsins. „Í dag mæti ég í blokkina og veit að ég get bætt mig. Sú tilfinning er æðisleg því ég þrífst á því að hlaupa og keppa. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Arna Stefanía. Breiðholtsmærin stefnir á HM fullorðinna á næsta ári og EM 23 ára og yngri þar sem hún ætlar sér stóra hluti. Ólympíuleikarnir í Tókýó eftir fjögur ár eru á teikniborðinu sem og Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 400 metra grindahlaupi. Það gæti reynst mesta áskorunin því met Guðrúnar, sem er 54,37 sekúndur sett í London árið 2000, hefði dugað til Evrópumeistaratitils í Amsterdam á dögunum og til fimmta sætis á HM í fyrra. Örnu vantar 2,77 sekúndur enn þá. „Guðrún væri í topp fimm á öllum stórmótum í dag. En ef hún gat gert þetta, þá get ég það. Það er allt hægt í þessu og maður toppar oft á svipuðum aldri og hún setti metið á. Ég er að hlaupa hraðar en hún gerði á mínum aldri þannig að það er alveg pottþétt möguleiki fyrir mig að taka þetta met. Það þarf ekki mikið hjá mér svo ég komist í næsta klassa. Ég er kannski í B-klassa núna en það er ekki langt í A,“ segir Arna.Arna Stefanía leggur mikið á sig til að ná góðum árangri.vísir/antonEkkert djamm – bara svefn Arna Stefanía hefur algjörlega helgað sig frjálsum. Hluti af því að verða þetta góð og ætla sér að verða betri er strangara mataræði og nægur svefn. Þetta allt tók hún í gegn til að komast í gegnum lægðina og verða ein sú besta. Einkalífið situr líka á hakanum. „Maður hefur ekki tíma í margt annað. Það er alveg fullt af fólki sem finnst maður vera klikkaður. Oft hef ég sleppt því að fara með vinkonunum í bæinn því ég þarf að fara heim að sofa til að vera úthvíld fyrir æfingu. Fólk skilur þetta betur þegar maður nær svona árangri og samgleðjast líka allir,“ segir Arna Stefanía sem er í sambandi með handboltastráknum Alexander Júlíussyni, leikmanni Vals. Hún segir að það myndi varla ganga upp að vera ekki með afreksmanni í íþróttum eins og líf hennar er í dag. „Ég held það myndi ekki ganga. Við sjáumst bara í svona tvo tíma á kvöldin áður en við förum að sofa, eftir skóla, vinnu og æfingar. Við erum bæði að æfa til átta eða níu á kvöldin en við erum orðin vön þessu og skiljum hvað hvort annað er að gera,“ segir Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn