Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Strákarnir átta sem eru í æfingahóp 20 ára landsliðsins. Mynd/KKÍ/Baldur Ragnarsson Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira