Tromp teflonhúðaða stjórnmálamannsins Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar