Bandaríkin lenti í engum vandræðum gegn Spánverjum í úrslitaleiknum í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó þetta sumarið.
Bandaríkinn vann að lokum 29 stiga sigur, 101-72, en sigurinn var aldrei í hættu. Þær voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-17.
Munurinn varð svo orðinn 17 stig í hálfleik, 49-32 og eftirleikruinn heldur betur auðveldur. Lokatölur 101-72.
Þetta var 69. sigur Bandaríkjana kvenna í körfubolta í röð á ólympíuleikum, en það er algjörlega mögnuð tölfræði.
Stigaskor hjá Bandaríkjunum dreifðist vel, en Lindsay Whalen skoraði sautján stig sem og Diana Taurasi.
Hjá Spáni var Alba Torrens atkvæðamest með átján stig.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)