Sekt lækkar hlutabréf Sæunn Gísladóttir skrifar 19. september 2016 08:00 Hlutabréf í London tóku dýfu í vikunni. Fréttablaðið/Getty Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira