Rafbækur hafa ekki mikil áhrif á útgáfu bóka Sæunn Gísladóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna höfðu lesið bók í prentformi á síðasta ári samkvæmt rannsókninni. vísir/getty Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00