Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 19:45 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum flokksins. Sigurður hafi margítrekað það við sig og því sé engin ástæða til að ætla annað. „Hann [Sigurður Ingi Jóhannsson] hefur alltaf sagt, eins og hann sagði við mig þegar við tókumst í hendur á þessum erfiða tíma, þegar ég bað hann um að stíga inn, að hann myndi aldrei fara gegn mér. Ég hef enga ástæðu en að ætla að það haldi,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Ætla að setjast yfir málinGreint var frá því í dag að þrýstingur á Sigurð Inga um að fara gegn Sigmundi Davíð hafi aukist nokkuð að undanförnu, en Sigurður Ingi sagðist á miðstjórnarfundi ekki ætla að gefa kost á sér sem varaformaður ef forysta flokksins yrði óbreytt. Sigmundur Davíð segir að líklega sé um túlkunaratriði að ræða. „Það er verið að túlka orð hans á einhvern annan hátt, sem ég er akki alveg tilbúinn til þess að túlka, fyrr en við höfum sest yfir málin og rætt saman. [..] Samband okkar Sigurðar Inga var náttúrulega mjög gott og hann hefur margítrekað, bæði við mig og í fjölmiðlum, að hann færi aldrei gegn mér,“ segir Sigmundur.Sjá einnig:Stirt milli formanns og forsætisráðherra Hann segist einungis hafa beðið Sigurð Inga um einn hlut eftir að Sigurður tók við embætti forsætisráðherra sem hafi verið að leyfa sér að fylgjast með gangi mála. „Ég sagðist treysta honum fyllilega fyrir þessu. [...]Svo vissi ég það sem hann hafði svo oft sagt við mig áður að hann myndi aldrei nýta þá stöðu til þess að fara gegn mér, sem hann svo ítrekaði sannarlega og við tókumst í hendur og föðmuðumst. Þannig að ég held nú að menn séu komnir fram úr sér er þeir eru farnir að stilla honum upp sem andstæðingi mínum.Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum flokksins. Sigurður hafi margítrekað það við sig og því sé engin ástæða til að ætla annað. „Hann [Sigurður Ingi Jóhannsson] hefur alltaf sagt, eins og hann sagði við mig þegar við tókumst í hendur á þessum erfiða tíma, þegar ég bað hann um að stíga inn, að hann myndi aldrei fara gegn mér. Ég hef enga ástæðu en að ætla að það haldi,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Ætla að setjast yfir málinGreint var frá því í dag að þrýstingur á Sigurð Inga um að fara gegn Sigmundi Davíð hafi aukist nokkuð að undanförnu, en Sigurður Ingi sagðist á miðstjórnarfundi ekki ætla að gefa kost á sér sem varaformaður ef forysta flokksins yrði óbreytt. Sigmundur Davíð segir að líklega sé um túlkunaratriði að ræða. „Það er verið að túlka orð hans á einhvern annan hátt, sem ég er akki alveg tilbúinn til þess að túlka, fyrr en við höfum sest yfir málin og rætt saman. [..] Samband okkar Sigurðar Inga var náttúrulega mjög gott og hann hefur margítrekað, bæði við mig og í fjölmiðlum, að hann færi aldrei gegn mér,“ segir Sigmundur.Sjá einnig:Stirt milli formanns og forsætisráðherra Hann segist einungis hafa beðið Sigurð Inga um einn hlut eftir að Sigurður tók við embætti forsætisráðherra sem hafi verið að leyfa sér að fylgjast með gangi mála. „Ég sagðist treysta honum fyllilega fyrir þessu. [...]Svo vissi ég það sem hann hafði svo oft sagt við mig áður að hann myndi aldrei nýta þá stöðu til þess að fara gegn mér, sem hann svo ítrekaði sannarlega og við tókumst í hendur og föðmuðumst. Þannig að ég held nú að menn séu komnir fram úr sér er þeir eru farnir að stilla honum upp sem andstæðingi mínum.Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27