GoPro snýr sér að drónunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 16:45 Karma á flugi. Vísir/AFP Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira