GoPro snýr sér að drónunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 16:45 Karma á flugi. Vísir/AFP Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira