Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Snærós Sindradóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Elín Hirst í þingsal. Brynjar segir mikið álag vera á Efnahags- og viðskiptanefnd og tvísýnt með verðtryggingarfrumvarpið enda ekki sætti um það á milli stjórnarflokkanna. vísir/anton brink Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18