Ábyrgð stjórnarmanna Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Hlutabréfaviðskipti Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarmanns í Icelandair hf., vöktu heldur betur athygli mína síðastliðinn föstudag. Katrín Olga selur 400.000 hluti í Icelandair hf. eða stærstan hluta stöðu sinnar í félaginu. Í fyrstu var ég undrandi en síðar reið. Reið vegna þess að Katrín Olga er stjórnarmaður í Icelandair og þar með skilgreindur fruminnherji í félaginu. Hún selur í félaginu á síðasta degi 3. ársfjórðungs sem hefur sögulega verið stærsti og mikilvægasti fjórðungur Icelandair og 28 dögum áður en uppgjör félagsins verður birt. Það hefur tíðkast hér á landi og er algengt erlendis að hjá skráðum félögum séu skilgreind ákveðin tímabil, sölugluggi (e. trading window), þar sem innherjum er heimilt að kaupa og selja bréf. Sá viðskiptagluggi er yfirleitt stutt tímabil eftir að ársfjórðungsuppgjör hefur verið birt því þá hefur markaðurinn verið upplýstur um verðmetandi upplýsingar og situr við sama borð og skilgreindir fruminnherjar.Sést hvar hagsmunir liggja Í stóru skráðu fyrirtæki eins og Icelandair væri eðlilegt að reglulegir stjórnarfundir væru á eins til tveggja mánaða fresti og séu fundir ekki haldnir einhverra hluta vegna ættu stjórnarmenn að vera vel upplýstir um rekstrarþróun félagsins með mánaðarlegri skýrslugjöf til stjórnar. Starfi stjórn Icelandair með eðlilegum hætti ætti enginn vafi að leika á því að Katrín Olga átti viðskipti með bréf sín í Icelandair á sama tíma og fyrir lágu innherjaupplýsingar. Það breytir engu hvort uppgjör félagsins á 3. ársfjórðungi verði á áætlun eða með fráviki því stjórn og aðrir fruminnherjar eru einir um að vita það. Hverjar sem reglur fyrirtækisins eru þá er það alltaf á ábyrgð viðkomandi að eiga ekki viðskipti þegar fyrir liggja innherjaupplýsingar. Telji hún sig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum þá blasir við önnur og enn verri mynd, en það væri að stjórn Icelandair væri ekki að vinna vinnuna sína og væri einfaldlega ekki upplýst um framgang og þróun félagsins á 3. ársfjórðungi. Hvort sem um ræðir þá er það algjörlega óásættanlegt fyrir hluthafa félagsins. Henni sem stjórnarmanni í félaginu ber að hafa hagsmuni félagsins að leiðarljósi umfram eigin hagsmuni. Útskýringar hennar sjálfrar um að hún hafi þurft að selja því hún sé að byggja sér sumarbúastað eru of lýsandi um hvar hagsmunir hennar liggja. Því miður kemur þetta mér ekki mikið á óvart og í mínum huga var þetta bara spurning um tíma, hvenær upp kæmi hagsmunaárekstur milli atvinnustjórnarmanna og annarra hagsmunaaðila hjá skráðum félögum.Ekki góðir stjórnarhættir Áhersla ákveðins sérhagsmunahóps á innleiðingu góðra stjórnarhátta, að hluta, í íslenskt atvinnulíf hefur verið áberandi á síðustu misserum. Ég tala um innleiðingu að hluta því hugmyndafræðin um góða stjórnarhætti er góð en birtingarmynd þeirra og áherslur hér á landi bera þess merki að valið hafi verið úr það sem þótti henta. Til hefur orðið ný starfsgrein, sem ég vil kalla atvinnustjórnarmenn, sem náð hefur að markaðssetja réttlætingu þess að lífeyrissjóðir tilnefni viðkomandi í stjórn á grundvelli þess að vera það sem kallað er „óháður“. Þetta sama fólk situr oft í mörgum stjórnum ásamt því að vera í fullu starfi og virðast sumir fagfjárfestar sætta sig við að þetta sé eitthvert aukastarf sem krefjist ekki mikils tíma og vinnuframlags. Samhliða hafa stjórnarlaun í skráðum félögum hækkað um allt að 70% milli ára og eru meðalstjórnarlaun um kr. 280.000 á mánuði og oft tvöfalt það fyrir formann stjórnar. Ég hef áhyggjur af því að stór hluti stjórna skráðra félaga á Íslandi verði samsettar af fólki sem skortir tíma, hefur takmarkaða framtíðarsýn á reksturinn, er með litla þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á og lætur eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum fyrirtækisins. Á sama tíma sjáum við áherslur í samsetningu stjórna hjá stórum erlendum fyrirtækjum vera að þróast í aðra átt. Þar er mikil áhersla lögð á að samsetning stjórna leiði saman fólk sem geti náð árangri saman (e. effective boards) og lagt er upp úr samspili árangurs og ábyrgðar í stjórnarherberginu (e. effectiveness and accountability in the boardroom). Það á alltaf að vera meginmarkmið að fyrirtækin nái sem bestum árangri, hvernig sem sá árangur kann að vera skilgreindur af hluthöfum félagsins. Það að starfa eftir góðum stjórnarháttum er jafn sjálfsagt og að fara eftir lögum og reglum í landinu og hefur að mínu mati ekkert með óhæði stjórnarmanna að gera heldur vegur þar þyngra persónur, þekking, reynsla og samsetning stjórnar. Mér, sem hluthafa í Icelandair hf. og fjárfesti á íslenskum hlutabréfamarkaði, finnst ég geta gert þá kröfu að fólk sem tekur sæti í stjórnum skráðra íslenskra fyrirtækja og fer þar meðal annars fyrir öðrum hagsmunum en sínum eigin, viti betur en svo að selja, í félagi þar sem það situr í stjórn, á síðasta degi ársfjórðungsins, það eru ekki góðir stjórnarhættir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Hlutabréfaviðskipti Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarmanns í Icelandair hf., vöktu heldur betur athygli mína síðastliðinn föstudag. Katrín Olga selur 400.000 hluti í Icelandair hf. eða stærstan hluta stöðu sinnar í félaginu. Í fyrstu var ég undrandi en síðar reið. Reið vegna þess að Katrín Olga er stjórnarmaður í Icelandair og þar með skilgreindur fruminnherji í félaginu. Hún selur í félaginu á síðasta degi 3. ársfjórðungs sem hefur sögulega verið stærsti og mikilvægasti fjórðungur Icelandair og 28 dögum áður en uppgjör félagsins verður birt. Það hefur tíðkast hér á landi og er algengt erlendis að hjá skráðum félögum séu skilgreind ákveðin tímabil, sölugluggi (e. trading window), þar sem innherjum er heimilt að kaupa og selja bréf. Sá viðskiptagluggi er yfirleitt stutt tímabil eftir að ársfjórðungsuppgjör hefur verið birt því þá hefur markaðurinn verið upplýstur um verðmetandi upplýsingar og situr við sama borð og skilgreindir fruminnherjar.Sést hvar hagsmunir liggja Í stóru skráðu fyrirtæki eins og Icelandair væri eðlilegt að reglulegir stjórnarfundir væru á eins til tveggja mánaða fresti og séu fundir ekki haldnir einhverra hluta vegna ættu stjórnarmenn að vera vel upplýstir um rekstrarþróun félagsins með mánaðarlegri skýrslugjöf til stjórnar. Starfi stjórn Icelandair með eðlilegum hætti ætti enginn vafi að leika á því að Katrín Olga átti viðskipti með bréf sín í Icelandair á sama tíma og fyrir lágu innherjaupplýsingar. Það breytir engu hvort uppgjör félagsins á 3. ársfjórðungi verði á áætlun eða með fráviki því stjórn og aðrir fruminnherjar eru einir um að vita það. Hverjar sem reglur fyrirtækisins eru þá er það alltaf á ábyrgð viðkomandi að eiga ekki viðskipti þegar fyrir liggja innherjaupplýsingar. Telji hún sig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum þá blasir við önnur og enn verri mynd, en það væri að stjórn Icelandair væri ekki að vinna vinnuna sína og væri einfaldlega ekki upplýst um framgang og þróun félagsins á 3. ársfjórðungi. Hvort sem um ræðir þá er það algjörlega óásættanlegt fyrir hluthafa félagsins. Henni sem stjórnarmanni í félaginu ber að hafa hagsmuni félagsins að leiðarljósi umfram eigin hagsmuni. Útskýringar hennar sjálfrar um að hún hafi þurft að selja því hún sé að byggja sér sumarbúastað eru of lýsandi um hvar hagsmunir hennar liggja. Því miður kemur þetta mér ekki mikið á óvart og í mínum huga var þetta bara spurning um tíma, hvenær upp kæmi hagsmunaárekstur milli atvinnustjórnarmanna og annarra hagsmunaaðila hjá skráðum félögum.Ekki góðir stjórnarhættir Áhersla ákveðins sérhagsmunahóps á innleiðingu góðra stjórnarhátta, að hluta, í íslenskt atvinnulíf hefur verið áberandi á síðustu misserum. Ég tala um innleiðingu að hluta því hugmyndafræðin um góða stjórnarhætti er góð en birtingarmynd þeirra og áherslur hér á landi bera þess merki að valið hafi verið úr það sem þótti henta. Til hefur orðið ný starfsgrein, sem ég vil kalla atvinnustjórnarmenn, sem náð hefur að markaðssetja réttlætingu þess að lífeyrissjóðir tilnefni viðkomandi í stjórn á grundvelli þess að vera það sem kallað er „óháður“. Þetta sama fólk situr oft í mörgum stjórnum ásamt því að vera í fullu starfi og virðast sumir fagfjárfestar sætta sig við að þetta sé eitthvert aukastarf sem krefjist ekki mikils tíma og vinnuframlags. Samhliða hafa stjórnarlaun í skráðum félögum hækkað um allt að 70% milli ára og eru meðalstjórnarlaun um kr. 280.000 á mánuði og oft tvöfalt það fyrir formann stjórnar. Ég hef áhyggjur af því að stór hluti stjórna skráðra félaga á Íslandi verði samsettar af fólki sem skortir tíma, hefur takmarkaða framtíðarsýn á reksturinn, er með litla þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á og lætur eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum fyrirtækisins. Á sama tíma sjáum við áherslur í samsetningu stjórna hjá stórum erlendum fyrirtækjum vera að þróast í aðra átt. Þar er mikil áhersla lögð á að samsetning stjórna leiði saman fólk sem geti náð árangri saman (e. effective boards) og lagt er upp úr samspili árangurs og ábyrgðar í stjórnarherberginu (e. effectiveness and accountability in the boardroom). Það á alltaf að vera meginmarkmið að fyrirtækin nái sem bestum árangri, hvernig sem sá árangur kann að vera skilgreindur af hluthöfum félagsins. Það að starfa eftir góðum stjórnarháttum er jafn sjálfsagt og að fara eftir lögum og reglum í landinu og hefur að mínu mati ekkert með óhæði stjórnarmanna að gera heldur vegur þar þyngra persónur, þekking, reynsla og samsetning stjórnar. Mér, sem hluthafa í Icelandair hf. og fjárfesti á íslenskum hlutabréfamarkaði, finnst ég geta gert þá kröfu að fólk sem tekur sæti í stjórnum skráðra íslenskra fyrirtækja og fer þar meðal annars fyrir öðrum hagsmunum en sínum eigin, viti betur en svo að selja, í félagi þar sem það situr í stjórn, á síðasta degi ársfjórðungsins, það eru ekki góðir stjórnarhættir.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun