Spilling er skiljanleg Jón Þór Ólafsson skrifar 1. október 2016 07:00 Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar