Réttindi barna af erlendum uppruna Karólína Helga Símonardóttir skrifar 14. október 2016 13:52 Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar